• BLOGG

  • UM MIG

  • NÁMSKEIÐ - FYRIRLESTRAR

  • HAFÐU SAMBAND

  • More

    Á hinn bóginn

    Pælingar í meistaranámi um gagnrýna hugsun og ákvarðanir

    Hvers vegna tökum við slæmar ákvarðanir?

    September 10, 2014

    Ég ber víða niður í leit að efni sem getur komið mér á sporið í verkefninu mínu. Eitt af því sem ég er að skoða eru hugsanaskekkjur (e. cognitive biases). Bandaríski sálfræðingnum Daniel Gilbert sem starfar við Harvard hefur rannsakað þær og ég hafði heyrt af bók hans „Stumbling on happiness". Ég vissi hins vegar ekki að hún er til í íslenskri þýðingu Bergsteins Sigurðssonar og kallast "Hnotið um hamingjuna" (Reykjavík 2007) en hef nú komið höndum yfir hana. Í leit að upplýsingum um Gilbert rakst ég á fáeina fyrirlestra á vefnum Ted.com. Einn þeirra kallast „Why we make bad decisions". Í honum fjallar Gilbert um jöfnu eða reglu Daniels Bernoullis (svissneskur stærðfræðingur og eðlisfræðingur, 1700 - 1782) sem segir til um svonefnd vænt verðmæti. Hversu verðmæt ákvörðun geti verið okkur.  Gilbert segir (í hálfkæringi) að reglan sé gjöf sem hefði getað breytt heiminum en ha...

    Lesa áfram

    Þórgnýr bloggar

    September 5, 2014

    Á stundum hefur hvarflað að mér að gerast bloggari en eftir að Fésbók kom til sögunnar þá eiginlega var það mál leyst. Langi mig að kom einhverju á framfæri, mynd eða hugmynd, þá er þar harla fullkominn vettvangur. Mér finnst Fésbók skemmtileg svo langt sem hún nær.

           Nú þegar ég er á fyrstu skrefunum í rannsóknartengdu meistanámi við HA þá kom hugmyndin um bloggið upp á ný. Sigurður Kristinsson leiðbeinandi minn ráðlagði mér að halda utan um textabrot og uppgötvanir sem gætu orðið að efni og jafnvel texta í ritgerð seinna mér.  Og hví ekki að gera það í bloggi? Kannski það gæti orðið einhverjum til skemmtunar og vel er kunnugt að hugmyndir batna yfirleitt þegar þeim er komið á framfæri, bæði í huga þess varpar og eins í skoðanaskiptum.

         Næstu vikurnar fara í að ljúka gerð rannsóknaráætlunar en jafnframt held ég áfram að reka niður stikur til að...

    Lesa áfram

    Námskeið hjá SÍMEY

    September 5, 2014

    Í nóvember býð ég upp á námskeið í samvinnu við SÍMEY sem kallast Lætur þú ljúga að þér?  Þar er megin viðfangsefnið gagnrýnin hugsun og okkar eigin skoðanamyndun. Hvað er að hugsa gagnrýnið og hvernig myndum við okkur skoðanir? Hvað er að varst?

       

    Verið með þetta er gaman! Áhugasamir smella hér og skrá sig.

    Lesa áfram

    < Newer Posts

    Please reload

    Hver er maðurinn?

    Heiti Þórgnýr Dýrfjörð og bý á Akureyri við eiginkonu og tvö börn. Eitt til á ég við nám í Reykjavík.
      Legg stund á rannsóknartengt mastersnám við Háskólann á Akureyri. Í námsleyfi frá starfinu sem er framkvæmdastjóri Akureyrarstofu.

    - Viðfangsefnið er gagnrýnin hugsun og þáttur hennar í stjórnun og ákvarðanatöku. Bloggið er mest um það.

     

    decisions

    einstaklingshyggja

    expected value

    félagshyggja

    gagnrýnin hugsun

    heimspeki gagnrýnin hugsun endurmenntun

    hugsanaskekkjur

    niðurfærsla

    skuldaleiðrétting

    stjórnmál

    trú

    trúarbrögð

    umburðarlyndi

    vænt verðmæti

    ákvarðanir

    Please reload

    SEARCH BY TAGS: 

    © 2014 Þórgnýr Dýrfjörð. Byggt á grunni frá Wix.com