top of page

SEARCH BY TAGS: 

Þórgnýr bloggar

Á stundum hefur hvarflað að mér að gerast bloggari en eftir að Fésbók kom til sögunnar þá eiginlega var það mál leyst. Langi mig að kom einhverju á framfæri, mynd eða hugmynd, þá er þar harla fullkominn vettvangur. Mér finnst Fésbók skemmtileg svo langt sem hún nær.

Nú þegar ég er á fyrstu skrefunum í rannsóknartengdu meistanámi við HA þá kom hugmyndin um bloggið upp á ný. Sigurður Kristinsson leiðbeinandi minn ráðlagði mér að halda utan um textabrot og uppgötvanir sem gætu orðið að efni og jafnvel texta í ritgerð seinna mér. Og hví ekki að gera það í bloggi? Kannski það gæti orðið einhverjum til skemmtunar og vel er kunnugt að hugmyndir batna yfirleitt þegar þeim er komið á framfæri, bæði í huga þess varpar og eins í skoðanaskiptum.

Næstu vikurnar fara í að ljúka gerð rannsóknaráætlunar en jafnframt held ég áfram að reka niður stikur til að afmarka það svæði sem ég mun halda mig á. Hugmyndin er enn að kanna þátt gagnrýninnar hugsunar í stjórnun og ákvarðanatöku. Ég mun draga á land einhvern reka af viðmiklum hafsvæðum gagnrýninnar hugsunar, stjórnunarfræða og ákvörðunarfræða.

Screenshot_1.jpg

RECENT POSTS: 

© 2014 Þórgnýr Dýrfjörð. Byggt á grunni frá Wix.com

bottom of page