top of page

Um mig

Er sem stendur í námsleyfi frá starfi mínu hjá Akureyrarbæ en þar stýri ég Akureyrarstofu sem fer með menningar-, markaðs-, ferða- og atvinnumál fyrir bæinn. Það er fjórða starfið sem ég gegni fyrir sveitarfélagið og þriðja stjórnunarstarfið.

-

Á sínum tíma lærði ég heimspeki til BA-prófs í Háskóla Íslands með stuttri viðkomu í Aberdeen í Skotlandi. Ég varð illilega ástfanginn af henni og hef aldrei skilið hana við mig. Hef kennt fyrir HA, MA, SÍMEY og haldið ótal alþýðlega fyrirlestra og námskeið mest um siðfræði.

-

Þegar svo loksins kom að því að halda áfram í námi þá vildi ég gjarna finna eitthvað sem sameinaði þetta tvennt: Umtalsverða stjórnunarreynslu og heimspekiástina. Skoðaði ýmislegt þ.m.t. samsetta pakka eins og MBA nám. Niðurstaðan var að takast á við að setja námið saman sjálfur í samvinnu við leiðbeinanda og Rannsóknartengt mastersnám við Hug- og félagsvísindadeild Háskólana á Akureyri varð fyrir valinu. Viðfangsefnið: Þáttur gagnrýninnar hugsunar í stjórnun og ákvarðanatöku hjá stjórnum og stjórnendum opinberra stofnana og einkafyrirtækja.

-

Að heimspekinni frátalinn þá hef ég áhuga á fluguveiði, tónlist, ljósmyndun, gítarglamri og nýsköpun svo eitthvað sé nefnt. Ég er giftur Aðalheiði Hreiðarsdóttur sérkennslustjóra og við eigum þrjú börn á víð og dreif í aldri, Emblu grunnskólastelpu, Bjarma framhaldsskólanema og Styrmi háskólastúdent. Gaman að geta þess að sá elsti stundar nú meistaranám í heimspeki við Háskóla Íslands.

sdfdfsdf

© 2014 Þórgnýr Dýrfjörð. Byggt á grunni frá Wix.com

bottom of page