Á hinn bóginn
Pælingar í meistaranámi um gagnrýna hugsun og ákvarðanir
SiðfrÆði, Gagnrýnin hugsun og alLskyns
Allar götur síðan ég lauk grunnnámi í heimspeki frá Háskóla Íslands þá hef ég kennt með öðrum störfum. Fyrst í Menntaskólanum á Akureyri, þá í stundakennslu við Háskólann á Akureyri og svo á margvíslegum námskeiðum fyrir ýmsa; einkafyrirtæki, símenntunaraðila og verkalýðsfélög. Ég hef líka tekið að mér að halda fyrirlestra og erindi um fjölbreytt viðfangsefni á ráðstefnum og málþingum. Mismikið á milli ára en verið mér afar dýrmætt og ég hef litið á kennsluna sem endurmenntun. Heilmikill lærdómur að kenna öðrum.
Mynd: Ragnar Hólm
Námskeið
Námskeiðin eru fyrst og fremst á sviði siðfræði og samskipta:
-
Siðfræði - grundvallaratriði. Hvað er siðfræði? Til hvers er hún? Helstu kenningar.
-
Á mér að líða vel í vinnunni? Um vellíðan á vinnustað og vinnuna sem þroskakost.
-
Siðferðileg hlið samskipta. Um vandamál á vinnustöðum s.s. áreitni, einelti og samskiptavanda og siðferðilega hlið þeirra
-
Siðfræði vinnustaðarins. Lengra námskeið sem inniber alla þætti hinna námskeiðanna
En jafnframt á sviði gagnrýninnar hugsunar og skoðanamótunar
-
Heimspeki fyrir alla. Um heimspeki almennt og hvað hún eiginlega sé?
-
Af hverju segir þú það?
-
Lætur þú ljúga af þér? (Hjá SÍMEY nú í nóvember. Sjá hér.)
-
Upplýsingarýni (hluti námskeiðs á vegum Sigurðar Kristinssonar í HA)
Fyrirlestrar
Ég held styttri fyrirlestra þar sem ég fjalla um einstaka þætti í námskeiðunum hér að ofan:
-
Á mér að líða vel í vinnunni? Hver ber ábyrgð á vellíðan á vinnustað?
-
Holukenningin. Aristóteles, þroski, hamingja og vinnustaðurinn.
-
Hvað er rangt við einelti? Einelti með með hliðsjón af siðfræðinni.
-
Hvað er sjálfræði? Sjálfræði sem siðferðileg verðmæti.
-
Í sjálfsvald sett? Um gæði í öldrunarþjónustu frá sjónarhóli siðfræði.
-
Vinnugleði? Örfyrirlestur um hana.
-
Í hamingjunnar bænum. Aristóteles og hamingjan.
-
Læturðu ljúga að þér? - Um gagnrýna hugsun og okkar eigin skoðanir.
Ég hef iðulega fengið beiðnir um að halda fyrirlestra sem hafa reynst heilmiklar áskoranir. Brekkurnar eru mest þroskandi. Dæmi um þetta eru fyrirlestranir:
-
Hvað er alþjóðavæðing? - Á ráðstefnu um þjónustu við fatlaða í alþjóðavæddum heimi.
-
Hvað er ofbeldi? - Á ráðstefnu um ofbeldi gegn öldruðum
-
Hvernig græðum við á menningu? Á ráðstefnu um byggðamál
-
Sköpunarmátturinn og atvinnulífið (Eða hver fann upp Björk?). Um gildi listar í daglegu lífi.
-
Í sjöunda himni? Um flutning málefna fatlaðra til sveitarfélaganna á málþingi Þroskaþjálfa.
-
Orð og æði. Um gæði í öldurnarþjónustu á ráðstefnu um þau.
-
Var Guð fundinn upp eða uppgötvaður? Um mynd Guðs og manns á fræðslukvöldi í Glerárkirkju.
Verð og tímalengd
Verð fyrir námskeið eða fyrirlestra er samkomulagsatriði í hvert sinn. Tímalengd ræðst af aðstæðum hverju sinni en í sumum fyrirlestrum og námskeiðum er nauðsynlegt að afmarka lágmarkslengd vegan umfangs viðfangsefnis.
© 2014 Þórgnýr Dýrfjörð. Byggt á grunni frá Wix.com